56. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. ágúst 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir PHB, kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir BP, kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Vinna nefndarinnar framundan. Kl. 09:00
Formaður fór yfir mál sem eru í vinnslu hjá nefndinni og vinnu nefndarinnar næstu vikur og nefndin ræddi þau. Vék hann m.a. að máli sem varðar meintan leka á minnisblaði um hælisleitanda úr innanríkisráðuneyti (lekamálinu svokallaða), skýrslunni um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna, frumvarpi um gagnageymd, Orra málinu (sem varðar fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, Oracle-kerfið), umbeðnum gögnum frá Íbúðalánasjóði, bréf Víglundar Þorsteinssonar og væntanlega heimsókn frá endurskoðunarmönnum danska ríkisreikningsins fimmtudaginn 4. sept.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40